Greinasafn fyrir flokkinn: Rannsóknarskýrslan

Hlutdræg sýn

hrunadansBirta Sigmundsdóttir fjallar um bók Styrmis Gunnarssonar, Hrunadans og horfið fé (2010) í nýrri færslu hér vefnum en í bókinni var gerð tilraun til að taka saman meginniðurstöður Rannsóknarskýrslu Alþingis í stuttu máli. Birta segir í mati sínu á verki Styrmis: „Ef tilgangur bókarinnar er að veita heildstæða úttekt á grundvallaratriðum Skýrslunnar hefur Styrmi ekki tekist ætlunarverk sitt að mínu mati. Bókin er fremur úttekt á ákveðnum atburðum sem höfundi telur að skipti mestu máli. Lesandinn getur því ekki treyst því að fá greinargóðan og heildstæðan skilning á niðurstöðum Skýrslunnar eftir lesturinn – heldur þarf að reiða sig á frekari fróðleik til að ná tökum á grundvallaratriðum hennar.“