Karlmennska og kapítalismi

Karlmennska og kapítalismi í íslenskum samtímabókmenntum

6. október, kl. 13.00-16.30: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 229.

Á undanförnum áratug hafa fjölmargir innlendir rithöfundar sent frá sér verk þar sem útrás íslenskra fyrirtækja og hrun bankakerfisins haustið 2008 koma beint eða óbeint við sögu. Í þessari (tvöföldu) málstofu beinist athyglin meðal annars að nýlegum skáldsögum eftir Þráin Bertelsson, Sigrúnu Davíðsdóttur, Steinar Braga, Einar Má Guðmundsson og Yrsu Sigurðardóttur en einnig að leikverki eftir Sjón og listrænum gjörningum Borgarleikhússins og Besta flokksins. Verkin og gjörningarnir verða sett í fagurfræðilegt og bókmenntasögulegt samhengi auk þess sem sérstöku ljósi er beint að þeirri gagnrýni á karlmennsku og kapítalisma sem fram kemur í þeim flestum.

  • Alaric Hall (Leeds University): Útrásarvíkingar! The Literature of the 2008 Icelandic Financial Crisis
  • Vera Knútsdóttir (Háskóli Íslands): Hrun og hrollur: Fagurfræði óhugnaðar og fjármálahrunið
  • Soffía Auður Birgisdóttir (Háskóli Íslands): Karlremba hrunsins: Um kynjamyndir í nokkrum íslenskum skáldsögum eftir hrun.
  • Einar Kári Jóhannesson (Háskóli Íslands): Ufsagrýlur: Uppgjör við hugmyndafræði íslenska efnahagsundursins í skáldverkum Sjóns.

Kl. 14.30-15.00: Kaffihlé

  • Sigríður Lára Sigurjónsdóttir (Háskóli Íslands): Andófsgjörningar eftirhrunsins: Besti flokkurinn, búsáhaldabyltingin og upplestur Rannsóknarskýrslu Alþingis í Borgarleikhúsi
  • Xinyu Zhang (Háskóli Íslands): Þannig er saga okkar: Vangaveltur um skáldskap á tímum síðhrunsins og Hundadaga eftir Einar Má Guðmundsson
  • Haukur Ingi Jónasson (Háskólinn í Reykjavík): Hvað veldur, hver heldur? Hagkerfi hugans og íslenska bankahrunið 2008
  • Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara og gesta

Málstofustjóri: Jón Karl Helgason (Háskóli Íslands).