Efnahagshrunið og skólastarf

Efnahagshrunið og skólastarf í þremur sveitarfélögum

6. október, kl. 10.30-12.00: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 052.

Greint verður frá niðurstöðum rannsóknar á áhrifum efnahagshrunsins á skólastarf á árunum 2011 – 2014, í þremur ólíkum sveitarfélögum og þær ræddar í ljósi stöðu íslenska skólakerfisins í dag. Fjallað er um efnið út frá sjónarhóli stjórnvalda, skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda.  Varpað er ljósi á m.a. viðbrögð, áhrif og framtíðarsýn. Niðurstöður benda til þess að efnahagshrunið hafi haft margvísleg áhrif sem ekki er séð fyrir endann á.

  • Anna Kristín Sigurðardóttir (Háskóla Íslands): Bakgrunnur og tildrög rannsóknarinnar
  • Arna H Jónsdóttir (Háskóla Íslands): Leikskólinn: „Þetta var í fyrsta skipti sem ég virkilega var búin að fá nóg“
  • Steinunn Helga Lárusdóttir (Háskóla Íslands), Börkur Hansen (Háskóla Íslands): Grunnskólinn: „Maður hefur ákveðna þolinmæði…en þessu verður að fara að ljúka.“
  • Guðný S. Guðbjörnsdóttir (Háskóla Íslands): Framhaldsskólinn: „Við urðum samhentari í fyrstu en nú er farið að gæta þreytu… „gúdvillið” [er] búið.”

Málstofustjóri: Anna Kristín Sigurðardóttir (Háskóla Íslands)