Aðalfyrirlesari: Ralph Catalano

Ralph Catalano er félagsvísindamaður og prófessor í lýðheilsu við Berkeley háskóla. Hann flytur annan aðalfyrirlestur ráðstefnunnar og ber hann titilinn: „The Health Effects of Recessions Great and Small.“

Catalano er meðal fremstu vísindamanna í rannsóknum á tengslum efnahagslífs og lýðheilsu, einkum áhrifum félags- og efnahagslegra þátta á álag og álagstengd heilbrigðisvandamál innan samfélagshópa og samfélaga. Meðal viðfangsefna hans má nefna rannsóknir á áhrifum efnahagssveiflna á hjarta- og æðasjúkdóma, geðheilsu, meðgöngu- og fæðingartengd heilbrigðisvandamál, og notkun heilbrigðisþjónustu.

Ralph Catalano is a social scientist and Professor of Public Health at UC Berkeley. His plenary lecture at the conference is titled: „The Health Effects of Recessions Great and Small“. Catalano is a leading international scientist and expert on the relationship between the economy and public health, especially the effects of economic and social factors on life-stress and stress-related health problems in populations and communities. The research topics include the effects of economic downturns and upturns on rates of cardiovascular disease, mental health, gestational outcomes, and the utilization of health services.