The Icelandic Financial Crisis

Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson. The Icelandic Financial Crisis. A Study into the World´s Smallest Currency Area and its Recovery from Total Banking Collapse. UK: Palgrave MacMillan, 2016.

Efni: Bókin er fyrsta verkið sem fer í saumana á eftirmála fjármálakreppunnar hér á landi með heildstæðum hætti; frá setningu neyðarlaganna og endurskipulagningu bankakerfisins, beitingu fjármagnshafta, til uppgjörs við slitabú föllnu bankanna og útreiknings á hreinum kostnaði ríkissjóðs af falli viðskiptabankanna og endurreisn þeirra. Bókin er fræðileg úttekt á þeim óhefðbundnu efnahagsaðgerðum sem gripið var til í endurreisn fjármálakerfisins og endurskipulagningu efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja í landinu.