Önnur líf

Ævar Örn Jósepsson. Önnur líf. Akranes: Uppheimar, 2010.

Efni: Aðfaranótt páskadags 2010 fannst Erla Líf Bóasdóttir í blóði sínu undir kirkjuvegg í Reykjavík, vafin í hvítt lín. Hún hafði verið stungin ellefu sinnum. Rúmu ári áður, í janúar 2009, varð hún fyrir hrottalegri árás þriggja grímuklæddra manna eftir að hafa dansað við eldana á Austurvelli við taktfastan undirleik búsáhalda og byljandi trommuslátt langt fram á frostkalda nótt. Katrín stýrir rannsókn málanna og á afar bágt með að trúa að engin tengsl séu á milli þessara tveggja grimmilegu árása á Erlu Líf. Það reynist henni þó allt annað en auðvelt að sýna fram á þessi tengsl og finna hina seku, ekki síst af því að almenna rannsóknardeildin er í upplausn vegna fjarveru Stefáns, sem ekki kemur til af góðu. Árni er í feðraorlofi og karlinn Guðni reynist Katrínu verri en enginn þegar hann verður sjálfur miðpunktur rannsóknar á sóðalegu morði í innsta hring undirheima Reykjavíkur.

Önnur umfjöllun: