Maður að mínu skapi

Bragi Ólafsson. Maður að mínu skapi. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Reykjavík: Þjóðleikhúsið, 2013.

Efni: Fræðimaðurinn Guðgeir Vagn Valbrandsson er í þann veginn að leggja lokahönd á safnrit með fleygum orðum. Vinur hans Klemens Magnason, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hyggur á endurkomu í stjórnmálin eftir að hafa neyðst til að segja af sér embætti. Hvorugan
þeirra gæti grunað að líf þeirra muni breytast vegna hreingerningarkonunnar á heimili Guðgeirs sem þekkir leyndarmál þeirra beggja. Verkinu var í kynningu Þjóðleikhússins lýst sem meinfyndnu verki um uppblásna oflátunga, liðtæka lærisveina, hatursfulla undirmálsmenn og sakleysingja sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir.

Umfjöllun: