Viðtöl

Kreppusögur: Viðtöl og gögn í safni Miðstöðvar munnlegrar sögu í Lbs.–Hbs.

Miðstöð munnlegrar sögu stóð fyrir viðtölum við fólk víða að af landinu 2008–2010. Fyrst var þeim safnað undir hatti verkefnisins Reykjavíkursögur, vetrarhátíð 2009, og síðan í söfnunarverkefninu Kreppusögur 2008–2010. Safnað var viðtölum við 83 einstaklinga hvaðanæva af landinu þar sem rætt var um upplifun þeirra og reynslu af efnahagshruninu 2008, aðdraganda þess og eftirmála. Viðtölin eru aðgengileg í safni Miðstöðvarinnar í Lbs.

MMS 22, 2009/3. 15.2.2009: Reykjavíkursögur Vetrarhátíð 2009 – Kreppusögur. 14 viðtöl

MMS 46, 2009/2. 2008–2009: Kreppusögur.  34 viðtöl

MMS 46, 2010/6. 2010: Kreppusögur. 35 viðtöl

MMS 2011/10. MMS 72. Tölvupóstar til alþingismanna vegna efnahagskreppunnar 2008/2009. Álfheiður Ingadóttir. Tölvupóstar til alþingismanna frá tíu almennum borgurum vegna efnahagskreppunnar 2008/2009.