Dagana 5. til 6. október 2018 stendur Háskóli Íslands fyrir ráðstefnunni Hrunið, þið munið. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla til almennings niðurstöðum nýlegra rannsókna á aðdraganda og afleiðingum af hruni íslenska bankakerfisins haustið 2008. Á dagskrá eru um 100 fyrirlestrar í yfir 20 málstofum sem fjalla um þær víðtæku breytingar og áhrif sem hrunið hafði í för með sér í íslensku samfélagi og þá lærdóma sem hægt er að draga af því. Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Ralph Catalano prófessor í lýðheilsu við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Föstudagurinn 5. október
Kl. 13.00. Setning (hátíðarsalur, Aðalbygging Háskóla Íslands)
- Jón Atli Benediktsson háskólarektor setur ráðstefnuna
- Ávarp Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands
- Aðalfyrirlesari: Ralph Catalano, prófessor í lýðheilsu við Berkeley-háskólann í Bandaríkjunum: The Health Effects of Recessions Great and Small
Kl. 14.30: Síðdegishressing
Kl. 15.00 Málstofur (Aðalbygging Háskóla Íslands)
- Kvikmyndir, skáldverk og minjagripir sem tengjast bankahruninu (A-050).
- „Bankanum þínum er sama um þig!“ Rokk á Íslandi fyrir, í og eftir Hrun (A-051)
- Félagslegur ójöfnuður í kjölfar hrunsins (A-052)
- Endurreisn trausts? Stofnanir og almenningur í kjölfar hrunsins (hátíðasalur)
- Heilsa og líðan barna og starfsfólks fjármálafyrirtækja og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins (A-220)
Laugardagurinn 6. október
Kl. 10.30: Málstofur (Aðalbygging Háskóla Íslands)
- Hrunið og mótmælin sem það vakti (A-050)
- Uppbygging og niðurrif bankakerfa og bygginga (A-051)
- Efnahagshrunið og skólastarf í þremur sveitarfélögum (A-052)
- Hið meinta hrun karlmennsku og feðraveldis (hátíðasalur)
- Birtingarmyndir hrunsins í sjónlistum (A-220)
- Bankabasl, glæpir, peningar og lýðræðisþátttaka (A-229)
Kl. 12.00: Hádegisverðarhlé
Kl. 12.45: Listviðburður (anddyri, Aðalbygging Háskóla Íslands)
- Rational Inattention (2017, Rosie Heinrich), kórverk í lifandi flutningi, 4 mínútur, ásamt kynningu höfundar.
Kl. 13.00: Málstofur (Aðalbygging Háskóla Íslands og Lögberg)
- Áhrif efnahagshrunsins á íslensk stjórnmál, fyrri hluti, A-050)
- Myndlist og umrót / Creativity in times of crisis, fyrri hluti (A-051)
- Ferðamannalandið Ísland – nýr veruleiki eftir hrun (A-052)
- Getum við nú rætt Icesave? fyrri hluti (hátíðasalur)
- Áhrif efnahagshrunsins á heilsu og heilsutengda hegðun (A-220)
- Karlmennska og kapítalismi í íslenskum samtímabókmenntum, fyrri hluti (A-229)
- Aðgerðir og viðbrögð stofnana og fyrirtækja í kjölfar hruns, fyrri hluti (Lögberg, stofa 101)
Kl. 14.30: Síðdegishressing
Kl. 15.00: Málstofur (Aðalbygging Háskóla Íslands og Lögberg)
- Áhrif efnahagshrunsins á íslensk stjórnmál, síðari hluti (A-050)
- Úr atvinnuleysi í nám: Veruleiki eftirhrunsáranna (A-052)
- Getum við nú rætt Icesave? síðari hluti (hátíðasalur)
- Karlmennska og kapítalismi í íslenskum samtímabókmenntum, síðari hluti (A-229)
- Aðgerðir og viðbrögð stofnana og fyrirtækja í kjölfar hruns, síðari hluti (Lögberg, stofa 101)
Í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar sitja Berglind Rós Magnúsdóttir (Menntavísindasviði HÍ), Jón Karl Helgason (Hugvísindasviði HÍ), Kristín Loftsdóttir (Félagsvísindasviði HÍ), Magnús Diðrik Baldursson (skrifstofa rektors), Ragnar Sigurðsson (verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ). Rúnar Vilhjálmsson (Heilbrigðisvísindasviði HÍ). Starfsmaður nefndarinnar er Jón Bragi Pálsson.