DAGSKRÁ RÁÐSTEFNU

Dagana 5. til 6. október 2018 stendur Háskóli Íslands fyrir ráðstefnunni Hrunið, þið munið. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla til almennings niðurstöðum nýlegra rannsókna á aðdraganda og afleiðingum af hruni íslenska bankakerfisins haustið 2008. Á dagskrá eru um 100 fyrirlestrar í yfir 20 málstofum sem fjalla um þær víðtæku breytingar og áhrif sem hrunið hafði í för með sér í íslensku samfélagi og þá lærdóma sem hægt er að draga af því.  Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Ralph Catalano prófessor í lýðheilsu við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.

Föstudagurinn 5. október

Kl. 13.00. Setning (hátíðarsalur, Aðalbygging Háskóla Íslands)

  • Jón Atli Benediktsson háskólarektor setur ráðstefnuna
  • Ávarp Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands
  • Aðalfyrirlesari: Ralph Catalano, prófessor í lýðheilsu við Berkeley-háskólann í Bandaríkjunum: The Health Effects of Recessions Great and Small

Kl. 14.30: Síðdegishressing

Kl. 15.00 Málstofur (Aðalbygging Háskóla Íslands)

Laugardagurinn 6. október

Kl. 10.30: Málstofur (Aðalbygging Háskóla Íslands)

Kl. 12.00: Hádegisverðarhlé

Kl. 12.45: Listviðburður (anddyri, Aðalbygging Háskóla Íslands)

  • Rational Inattention (2017, Rosie Heinrich), kórverk í lifandi flutningi, 4 mínútur, ásamt kynningu höfundar.

Kl. 13.00: Málstofur  (Aðalbygging Háskóla Íslands og Lögberg)

Kl. 14.30: Síðdegishressing

Kl. 15.00: Málstofur  (Aðalbygging Háskóla Íslands og Lögberg)

Í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar sitja Berglind Rós Magnúsdóttir (Menntavísindasviði HÍ), Jón Karl Helgason (Hugvísindasviði HÍ), Kristín Loftsdóttir (Félagsvísindasviði HÍ),  Magnús Diðrik Baldursson (skrifstofa rektors), Ragnar Sigurðsson (verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ). Rúnar Vilhjálmsson (Heilbrigðisvísindasviði HÍ). Starfsmaður nefndarinnar er Jón Bragi Pálsson.