Áhrif efnahagshrunsins á heilsu og heilsutengda hegðun
6. október, kl. 13.00-14.30: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 220.
Íslenska efnahagshrunið hafði á skömmum tíma mikil og augljós áhrif á efnahag landsmanna. Óljósara var hvort og þá hvernig þættir á borð við heilsu, líðan og heilsuhegðun breyttust. Á síðasta áratug hafa farið fram töluverðar rannsóknir á þessum áhrifum sem birst hafa í fjölda vísindagreina hérlendis og erlendis. Á málstofunni munu nokkrir vísindamenn sem staðið hafa að þessum rannsóknum fjalla um niðurstöður þeirra og lærdóma.
- Arna Hauksdóttir (Háskóli Íslands): Heilsufarslegar afleiðingar efnahagshrunsins
- Hildur Guðný Ásgeirsdóttir (Háskóli Íslands): Áhrif efnahagshruns á tíðni sjálfsskaða, sjálfsvígstilrauna og sjálfsvíga á Íslandi
- Dagný Ósk Ragnarsdóttir (hagfræðingur): Hrunið og háþrýstingur
- Tinna Laufey Ásgeirsdóttir (Háskóli Íslands): Efnahagssveiflur og heilsa: lærdómar frá íslenska efnahagshruninu
Málstofustjórar: Arna Hauksdóttir (Háskóli Íslands) og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir (Háskóli Íslands).