Aðgerðir og viðbrögð stofnana og fyrirtækja í kjölfar hruns
6. október, kl. 13.00-16.30: Aðalbygging Háskóla Íslands, Lögberg, stofa 101.
Efnahagshrunið haustið 2008 hafði ýmsar afleiðingar í för með sér og kallaði fram aðgerðir og viðbrögð af ýmsum toga af hálfu fyrirtækja og stofnana hér á landi. Fjallað verður um hvernig fyrirtæki og stofnanir brugðust við með ýmsum aðgerðum og breyttum stjórnunarháttum í kjölfar hrunsins, bæði til skamms tíma og langs og hvernig lækkun launa dreifðist um samfélagið.
- Gylfi Magnússon (Háskóli Íslands): Nefndu það, við eigum það !
- Arney Einarsdóttir (Háskóli Íslands): Mannauðstengdar samdráttaraðgerðir í kjölfar hruns og í langvarandi kreppu
- Katrín Ólafsdóttir (Háskólinn í Reykjavík): Launalækkanir í kjölfar hruns: Var konum hlíft?
- Ásta Dís Óladóttir (Háskóli Íslands): Hafa aðferðir stjórnenda breyst eftir efnahagshrunið 2008?
Kl. 14.30-15.00 Hlé
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson (Háskóli Íslands):
Traust til stjórnenda í kjölfar efnahagshruns - Ingi Rúnar Eðvarðsson (Háskóli Íslands) og Guðmundur Kristján Óskarsson (Háskólinn á Akureyri): Útvistun og efnahagsþrengingar í þjónustufyrirtækjum
- Sigrún Gunnarsdóttir (Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst): Hvernig nýtist Þjónandi forysta hjá sveitarfélögum í kjölfar hrunsins?
- Eyþór Ívar Jónsson (Háskóla Íslands): Viðbrögð við krísu: Nýsköpun og sprotar
Málstofustjóri: Arney Einarsdóttir.