Úr atvinnuleysi í nám: Veruleiki eftirhrunsáranna
6. október, kl. 15.00-16.30: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 051.
Rannsóknin beinist að aðgerðum gegn atvinnuleysi 2010-2012. Í samráði við aðila vinnumarkaðarins var atvinnulausu fólki boðið að fara í nám og halda jafnframt atvinnuleysisbótum og notuðu um 2000 manns tækifærið. Rannsóknin tók til nokkurra hópa, fólks í bóknámi, verknámi, framhaldsskólum og þátttakenda í raunfærnimati, á meðan á námi stóð og eftir að því lauk. Helsti lærdómur rannsóknarinnar er að fyrrum brotthvarfsnemar hafa oft vilja og getu til náms, fái þeir stuðning til þess.
- Gestur Guðmundsson (Háskóli Íslands): Aðgerðir gegn atvinnuleysi 2010-2012. Hvaða krafta leysti Hrunið úr læðingi?
- Hildur Betty Kristjánsdóttir (Háskóli Íslands): Raunfærnimat: Tækifæri til menntunarstökks fullorðinna
- Ingibjörg Jónsdóttir Kolka (Háskóli Íslands): Hvað olli brotthvarfi og hvað réði endurkomu til náms?
Málstofustjóri: Gestur Guðmundsson (Háskóli Íslands)