Birtingarmyndir hrunsins í sjónlistum
6. október, kl. 10.30-12.00: Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 220.
Í aðdraganda og eftirleik þeirra atburða sem áttu sér ögurstund í október árið 2008 varð myndlistarlífið á Íslandi í senn merkisberi þess sem var að eiga sér stað og vettvangur efasemda og gagnrýni á líðandi þróun og almenn viðbrögð við henni. Þetta ætlum við, myndlistarmenn og fræðimenn, að skoða í ljósi aðdraganda hrunsins og þess lærdóms sem listin dregur af eftirleiknum.
- Hlynur Helgason (Háskóla Íslands): Völlurinn, 10 árum síðar — kvikmynd / gagnrýnin skoðun á því ástandi sem við nú búum við í eftirleik atburðanna árið 2008
- Guðmundur Oddur Magnússon (Listaháskóli Íslands): Myndmál hrunsins
- Hlynur Hallsson (myndlistarmaður): Það var ekkert hrun.
- Björn Erlingsson (ljósmyndari): Ísland á umbrotatímum, 10 ár frá hruni (í máli og myndum)
Málstofustjóri: Hlynur Helgason (Háskóla Íslands).