Hér gefur að líta lista yfir greinar fræðimanna á sviði bókmenntafræði sem tengjast útrásartímabilinu, bankahruninu 2008 eða afleiðingum þess. Ekki er um tæmandi úttekt að ræða en efninu er ætlað að gefa vísbendingu um þær fjölbreyttu rannsóknir sem stundaðar hafa verið á þessum vettvangi. Að auki má benda á tilvísanir til fjölda ritdóma sem finna má neðst á þeim upplýsingasíðum sem fjalla um einstök skáldverk er tengjast hruninu.
- Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„Ég get ekkert sagt.“ Skáldskapur og hrun.“ Ritið 2 (2011): 53–66.
- Guðni Elísson. „Vogun vinnur… Hvar liggja rætur íslenska fjármálahrunsins?“ Saga XLVII:2 (2009): 117-146.
- Guðni Elísson. „Staðleysan Ísland og mýtan um okkur sjálf.“ Tímarit Máls og menningar 70/4 (2009): 10-25.
- Guðni Elísson. „‘Frægðin hefur ekkert breytt mér.’ Þjóðin, sagan og Þjóðminjasafnið.“ Ritið 4/2 (2004): 137-65.
- Guðrún Nordal. „Endurtekin stef um óhóf, ofsa og ágirnd.“ Skírnir 183 (vor 2009): 76-86.
- Viðar Þorsteinsson. „Fjármálavæðing og mótun tímans í Konum eftir Steinar Braga.“ Ritið 3 (2015): 9-33.