Bankastræti núll

Einar Már Guðmundsson. Bankastræti núll. Reykjavík: Mál og menning, 2011.

Efni: Bókin Bankastræti núll eftir Einar Má Guðmundsson hefur undirtitilinn „sögur úr veruleikanum“. Þar skrifar hann um samband þjóðlífsins og menningarinnar – ekki ólíkt því og hann gerði í Hvítu bókinni árið 2009. Hér er viðfangsefnið þrenning bókvitsins, verkvitsins og siðvitsins og hvernig henni hefur verið sundrað, ofurvald fjármálaheimsins, afþreying og reyfarar, eldfjöll, bankar og byltingar.