Ólafur Arnarson. Sofandi að feigðarósi. Reykjavík: JPV, 2009.
Efni: Í bókinni er gerð grein fyrir atburðarásinni sem leiddi til þess að bankakerfið á Íslandi varð gjaldþrota október 2008 og sagan rakin fram á vorið 2009. Í bókinni er ráðist harkalega á störf Davíðs Oddssonar, en Ólafur gerir því skóna að helstu mistök hans í starfi Seðlabankastjóra hafi verið að neita bönkunum um að gera upp í evrum. Samkvæmt Ólafi var þessi leið var farin án alls samráðs við fagmenn í Seðlabankanum og bankamálaráðherra. Úr varð að starfsmenn bankans treystu ekki yfirstjórninni með Davíð í brúnni, og stjórnvöld tóku ekki mark á honum þegar hann lét viðvörunarorð falla.
Bakgrunnur: Ólafur Arnarson, höfundur bókarinnar, var um skeið framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður menntamálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar en hefur síðan unnið hjá innlendum og erlendum fjármálafyrirtækjum, m.a. hinum sögufræga Lehman-banka í London.