Björn B. Björnsson. Jóhanna – Síðasta orrustan. Reykjavík films, 2015.
Efni: Í myndinni er fylgst með störfum Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands á árunum eftir hrun, og því sem gerist bak við tjöldin í Stjórnarráðinu. Kastljósinu er einkum beint að baráttu hennar og annarra fyrir því að fá Alþingi til að samþykkja nýja stjórnarskrá Íslands. Leikstjóri myndarinnar er Björn B. Björnsson og er hann jafnframt handritshöfundur ásamt Elísabetu Ronaldsdóttur, sem klippir myndina. Kvikmyndatöku annaðist Jón Karl Helgason og tónlistin í myndinni er eftir Tryggva M. Baldvinsson.
Önnur umfjöllun:
- Valur Gunnarsson. „Þegar þjóðin var rænd … aftur.“ DV 29. október 2015, s. 62.