Hér er að finna lista yfir myndlistasýningar og listaverk sem tengjast útrásartímabilinu, bankahruninu 2008 eða afleiðingum þess. Ekki er um tæmandi úttekt að ræða en síðunni er ætlað að gefa vísbendingar um þetta viðamikla efni.
- Eva Ísleifsdóttir. Krónan. Listaverk sýnt í Nýlistasafninu árið 2013.
- Heinrich, Rosie. We Always Need Heroes. Cycle Music and Art Festival, Kópavogur, 2017.
- Hlynur Hallsson (Í vinnslu)
- Hulda Hákon. EBITA. Mynlistaverk frá árinu 2006.
- Hulda Rós Guðnadóttir. Don’t stop me now. I’m having a good time. Skúlptúr/innsetning frá 2007.
- Jóhann L. Torfason (Í vinnslu)
- Ólafur Ólafsson, Libia Castro og Karólína Eiríksdóttir. Constitution of the Republic of Iceland (2008-2011). Kórverk sem frumflutt var í marsmánuði 2008, vídeóverk unnið á grunni þess.
- Ólafur Ólafsson og Libia Castro. Under Deconstruction. Fjölþætt hljóðlistaverk, framlag Íslands til Feneyjartvíæringsins 2011.
- Ósk Vilhjálmsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Hildur Hákonarsdóttir, Santiago Sierra. Syntagma. Sýning í Listasafninu á Akureyri 19. maí til 8. júlí, 2012.
- Sigurður Guðmundsson, Aumingja Ísland. Verk sýnt á sumarsýningu Skaftfells á Seyðisfirði sumarið 2008.
- Örn Alexander Ámundason. Kreppa. Sinfónískt ljóð um fjárhagsstöðu Íslands. Flutt m.a. á PKV Potsdam árið 2010.
- Ýmsir listamenn. Bæ Bæ Ísland: Uppgjör við gamalt konsept. Sýningarstjóri Hannes Sigurðsson. Sýning í Listasafninu á Akureyri 15. mars, 2008. (March 2008)
- Ýmsir listamenn. Fokhelt. Sýningarstjóri Þóroddur Bjarnason. Sett upp í fokheldum einbýlishúsum í Garðabæ árið 2009.
- Ýmsir listamenn. Koddu. Sýningarstjórar Hannes Lárusson, Ásmundur Ásmundsson og Tinna Grétarsdóttir. Sýning í Nýlistasafninu og Allianz húsinu í Reykjavík 16. apríl til 15. maí 2011.
- Ýmsir listamenn. Hávaði II. Gjörningur í listrýminu Ekkisens í Reykjavík 17. júní, 2015.