Hér er að finna lista yfir glæpasögur eftir íslenska rithöfunda sem tengjast með beinum eða óbeinum hætti útrásartímabilinu, bankahruninu 2008 eða afleiðingum þess. Almennar skáldsögur og barna- og unglingabækur eru flokkaðar sérstaklega en það sem ræður því hvort verk sé flokkað sem glæpasaga er að einn eða fleiri glæpir séu framdir af persónum þeirra og að rannsókn þeirra sé veigamikill þáttur sögunnar. Rauðlitaðir titlar einstakra skáldsagna vísa á upplýsingasíðu um viðkomandi verk þar sem er að finna nánari umfjöllun og vísanir á ritdóma og viðtöl.
- Arnaldur Indriðason. Svörtuloft. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2009.
- Árni Þórarinsson. Morgunengill. Reykjavík: JPV, 2011.
- Björn Valdimarsson. Ólífulundurinn: Svikasaga. Reykjavík: Næst, 2011.
- Eiríkur Bergmann. Hryðjuverkamaður snýr heim. Reykjavík: Sögur, 2015.
- Ernir K. Snorrason. Sýslumaðurinn sem sá álfa. Reykjavík: Sögur, 2012.
- Óttar Martin Norðfjörð. Áttablaðarósin. Reykjavík: Sögur útgáfa, 2010.
- Óttar Martin Norðfjörð. Lygarinn: Sönn saga. Reykjavík: Sögur, 2011.
- Óskar Hrafn Þorvaldsson. Martröð millanna. Reykjavík: JPV, 2010.
- Ragnar Arnalds. Keisarakokteillinn. Reykjavík: Tindur, 2018.
- Sigrún Davíðsdóttir. Samhengi hlutanna. Akranes: Uppheimar, 2011.
- Stella Blómkvist. Morðið á Bessastöðum. Reykjavík: Mál og menning, 2012.
- Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir. Mörg eru ljónsins eyru. Reykjavík: JPV, 2010.
- Þráinn Bertelsson. Dauðans óvissi tími. Reykjavík: JPV, 2005.
- Þráinn Bertelsson. Valkyrjur. Reykjavík: JPV, 2005.
- Ævar Örn Jósepsson. Land tækifæranna. Akranes: Uppheimar, 2008.
- Ævar Örn Jósepsson. Önnur líf. Akranes: Uppheimar, 2010.