Hallur Ingólfsson, Jón Atli Jónasson og Jón Páll Eyjólfsson. Þú ert hér. Leikstjórar: Hallur Ingólfsson, Jón Atli Jónasson og Jón Páll Eyjólfsson. Reykjavík: Mindgroup, 2009.
Efni: Þrír menn eru staddir í rústum. Þeir uppgötva að veröld þeirra er liðin undir lok og að þeir verða að læra að fóta sig að nýju. Úr rústunum í kringum sig raða þeir saman bútum af fyrra lífi og reyna að átta sig á því hvar þeir eru staddir, hvað hafi gerst og hvert skuli stefna. Hér er sjónum leikhúsgesta beint að því hvernig smæsta eining samfélagsins, manneskjan ein og sér, bregst við nýafstöðnu hruni fjármálakerfisins.
Önnur umfjöllun:
- Jón Atli Jónasson, Jón Páll Eyjólfsson og Hallur Ingólfsson. „Að fanga auga stormsins.“ Morgunblaðið 13. janúar 2009, s. 22.
- Silja Aðalsteinsdóttir. „Furðusögur handa fríkaðri þjóð.“ Vefrit TMM 4. apríl 2009.
- Jóhann Bjarni Kolbeinsson. „Lúxusjeppi á leiksviðinu.“ Morgunblaðið 19. mars 2009, s. 42.
- Jóhann Bjarni Kolbeinsson. „Spurningunum svarað.“ Morgunblaðið 27. mars 2009, s. 38.
- Páll Baldvin Baldvinsson. „Tvö tilraunaverk frumsýnd.“ Fréttblaðið 28. mars 2009, s. 62.
- María Kristjánsdóttir. „Brandarakallar.“ Morgunblaðið 30. mars 2009, s. 31.
- Páll Baldvin Baldvinsson. „Með breyttri rödd.“ Fréttablaðið 31. mars 2009, s. 21.