Hundadagar

Einar Már Guðmundsson. Hundadagar. Reykjavík: Mál og menning, 2015.

Káputexti: Hundadagar er leiftrandi skemmtileg saga um stórhug, vandræði, bresti og breyskleika; um menn sem sigla með himinskautum og jafnvel í kringum hnöttinn; um ástina og ástríðurnar; um allt sem er hverfult og kvikt – um þræðina sem tengja saman tímana. Frásögnin leiðir okkur á vit Jörundar hundadagakonungs, Jóns Steingrímssonar eldklerks og fleira fólks fyrri alda sem lesa má um í heimildum en varð líka efni í þjóðsögur sem lifa enn. Og sagan er ævintýraleg – og ævintýrin söguleg: eldgos á Íslandi kveikti byltingarbál í Frakklandi sem hafði svo aftur víðtæk áhrif annars staðar.